16. september 2014

Menntastoðir - Fjarnám2

Menntastoðir - Fjarnám2

Ég er núna í Keili og stefni á að byrja í HÍ haustið 2014. Ég vissi ekkert hvað mig langaði til að gera varðandi framhaldsmenntun fyrr en ég byrjaði í Menntastoðum. Þar var ég með frábæran enskukennara sem hvatti mig til þess að leggja enskuna fyrir mig. Áfanginn var mjög áhugaverður og þessi hvatning hennar gerði það að verkum að ég stefni á master í ensku.

Námið var á heildina skemmtilegt, góðir kennarar og sveigjanleiki í boði. Ég er nú þegar búinn að mæla með Menntastoðum við fleiri en einn sem ég þekki og mun hiklaust gera það áfram.

Henry Sverrisson

Til baka í fréttir