10. september 2014
Menntastoðir - Staðnám
Námið var bæði krefjandi og skemmtilegt. Gaf mér sjálfstraust og veitti góðan undirbúning fyrir nám í Háskóla Íslands. Sérstaklega naut ég góðs af því að læra uppsetningu góðra ritgerða, ritvinnslu, tölvuvinnslu auk þess að öðlast sannfæringu á að ég gæti lært stærðfræði. Menntastoðir er frábær byrjun bæði fyrir þá sem hafa ekki verið í skóla lengi og góð byrjun fyrir þá sem stefna lengra.
Útskrifaðist með BS í Ferðamálafræði sumar 2014. Sumarstarfið var í Kvikunni, auðlinda og menningarhúsi Grindavíkur en framtíðin er björt og óráðin.
Dagmar Jóna Elvarsdóttir