18. maí 2014
Menntastoðir dreifinám - Grindavík
Ég hafði ekki fundið mig í framhaldskólum þar sem prófkvíði og stress háði mér verulega. Eftir að ég byrjaði í Menntastoðum hefur sjálfstraust mitt aukist til muna og áhugi minn á áframhaldandi námi sömuleiðis. Eftir nám mitt hjá MSS er ég staðráðin í því að halda áfram að mennta mig og stefni ég á Grafíska hönnun eða eitthvað því tengt. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið það tækifæri að koma mér af stað aftur eftir hlé frá skóla með aukið sjálfstraust og gleði fyrir námi.
Sigrún Eir Einarsdóttir