19. desember 2025

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur hlotið 4,5 milljóna króna styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Íslenskuspor – tengsl í gegnum tungumál. Verkefnið er samfélagslegt framtak sem miðar að því að styðja við íslenskunám innflytjenda með því að skapa öruggt rými fyrir samtal og tengsl. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við Reykjanesbæ, sem einnig fékk styrk úr sjóðnum fyrir verkefni með svipaðar áherslur. Miðstöð símenntunar og Reykjanesbær hlakka til að hefja samstarfið á nýju ári og leggja sitt af mörkum til að efla íslenskukunnáttu og samfélagslega þátttöku innflytjenda.

Til baka í fréttir