26. apríl 2018

Morgunerindi í boði MSS - Árangursrík stjórnun

Morgunerindi í boði MSS - Árangursrík stjórnun

MSS býður til morgunverðarfundar þar sem farið verður yfir það hvað einkennir stjórnendur fyrirtækja sem ná árangri og þá sérstaklega litið til þjónustufyrirtækja.

Þuríður Björg yfirmaður einstaklingssviðs Nova heimsækir okkur
og fjallar um málið en Nova hefur í mörg ár átt ánægðustu viðskiptavini á fjarskiptamarkaði. Það verður afar athyglisvert að fá kynningu á því hvað einkennir stjórnendur og stjórnendahætti hjá fyrirtækinu og hvað hægt er að læra af þeim.

Tímasetning: Miðvikudagurinn 9. maí kl. 08:45 - 9:30

Staðsetning: Húsnæði MSS, Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ

Opið öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu. Vinsamlegast skráði þátttöku á viðburðinum á Facebook eða hér á vef MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fagnar 20 ára afmæli og Samvinna 10 ára afmæli um þessar mundir og er þessi viðburður hluti af afmælisdagskrá okkar sem staðið hefur í allan vetur.

Nánari upplýsingar gefur Smári Þorbjörnsson 412 - 5982 / smari@mss.is

Til baka í fréttir