29. mars 2017
MSS leitar að öflugum starfsmanni
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar að framúrskarandi starfsmanni sem vill starfa með okkur í Samvinnu starfsendurhæfingardeild.
Starfssvið viðkomandi nær m.a. yfir:
· ráðgjöf og stuðning við einstaklinga í starfsendurhæfingu
· taka þátt í teymisvinnu sérfræðinga sem koma að starfsendurhæfingunni
· gera og hafa umsjón með endurhæfingaráætlunum einstaklinga
· skipulagning og umsjón með námskeiðahaldi og fræðslu
· þátttaka í ýmsum verkefnum
Menntunar- og hæfnikröfur:
· háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda
· reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar
· þekking og reynsla af atvinnulífinu
· sjálfstæð vinnubrögð og sveigjanleiki
Skilyrði er að viðkomandi hafi einstaka þjónustulund, góða samskiptahæfileika, sé hugmyndaríkur og árangursdrifinn.
Umsóknir sendist til ina@mss.is fyrir 20. apríl næstkomandi.
Upplýsingar veitir R. Helga Guðbrandsdóttir verkefnastjóri Samvinnu, í gegnum tölvupóst rhelga@mss.is eða í síma 4217500.