3. október 2022

MSS óskar eftir aðilum í verktakakennslu

MSS óskar eftir aðilum í verktakakennslu

Vegna fjölda nýrra verkefna og aukinnar aðsóknar fjölgum við í okkar góða teymi og óskum eftir fleiri aðilum til kennslu.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum leitar eftir kennurum/leiðbeinendum til kennslu í verktakavinnu. Um er að ræða námsleiðir og námskeið fyrir fullorðna sem fara fram á dagvinnutíma, seinnipartinn og/eða á kvöldin. Til dæmis íslenska sem annað mál, almennt bóknám og ýmis styttri námskeið.

Hæfnikröfur:

Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af kennslu er kostur
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Skipulagshæfni
Sveigjanleiki
Jákvæðni

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á skemmtilegri aukavinnu: 

Hólmfríður Karlsdóttir

Deildarstjóri fræðslu 

holmfridur@mss.is  

 

Kristín Hjartardóttir

Verkefnastjóri íslenskunámskeiða

kristin@mss.is

Til baka í fréttir