9. nóvember 2020

MSS óskar eftir öflugum náms- og starfsráðgjafa

MSS óskar eftir öflugum náms- og starfsráðgjafa

MSS óskar eftir öflugum og metnaðarfullum náms- og starfsráðgjafa til starfa. Ráðgjafinn er hluti af MSS teyminu sem skipuleggur og heldur utan um nám fyrir íbúa og fyrirtæki á Suðurnesjum.

Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi, er jákvæður, skapandi, sýnir frumkvæði og sjálfstæðni í vinnu, getur hugsað í lausnum og hefur áhuga á skólaþróun og ráðgjöf til einstaklinga.


Helstu verkefni
• Náms- og starfsráðgjöf
• Raunfærnimat
• Verkefnastjórnun
• Uppbygging og þróun ráðgjafarinnar
• Vera fulltrúi nemenda

Hæfnikröfur
• Starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni í vinnubrögðum
• Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
• Færni í teymisvinnu


Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður, á netfangið ina@mss.is

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf.
Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2020.

Til baka í fréttir