8. desember 2020

MSS tekur þátt í Evrópuverkefninu Cyber Clever

MSS tekur þátt í Evrópuverkefninu Cyber Clever

MSS er þátttakandi í alþjóðlega Erasmus+ verkefninu Cyber Clever en í verkefninu er lögð áhersla á að efla vitund um upplýsingaöryggi meðal nemenda og starfsmanna í símenntunarumhverfi með því m.a. að setja saman námskeið um efnið, prufukeyra það og meta árangur. 

Námskeiðið mun samanstanda af 5 þáttum sem eru:
1. Persónuvernd (Privacy)
2. Upplýsingaöryggi (Cyber-security)
3. Samfélagsmiðlar og hreint umhverfi á Internetinu (Social media and Internet hygiene)
4. Stafræn áhætta og varnir (Digital vulnerability)
5. Aðferðir til hökkunar og lykilorð (Hacking methods and password security)

Í verkefninu verða starfsmenn og nemendur í símenntunarumhverfi þjálfaðir í upplýsingaöryggi. Lögð er áhersla á að gera upplýsingaöryggi hátt undir höfði og geta boðið upp á samþættingu þess við annað nám innan stofnunarinnar. Verkefnið á að stuðla að því að starfsmenn verði meðvitaðri um upplýsingaöryggi fyrirtækisins og hjá sér persónulega. Í verkefninu verður tekið saman yfirlit yfir stefnu ríkjanna í upplýsingaöryggismálum. Niðurstaða verkefnisins verður kynnt í hverju landi fyrir sig. 

Cyber Clever er samstarfsverkefni átta stofnanna frá sex Evrópulöndum sem eru auk Íslands – Noregur, Eistland, Svíþjóð, Austurríki og Tyrkland. Verkefninu er stýrt frá Godalen videregåendaskole í Stavanger Noregi. 

Til baka í fréttir