18. mars 2016
MSS undirritar fræðslustjórasamning við Northern Light Inn
Samningur hefur verið undirritaður um að ráðgjafar frá MSS komi sem fræðslustjórar að láni til Northern Light Inn. Samningi um Fræðslustjóra að láni er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að kortleggja fræðslu-og þjálfunarþörf starfsmanna. Sjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks gerðu samninginn og eru það Birna Vilborg Jakobsdóttir og Ragnheiður Eyjólfsdóttir, MARKVISS ráðgjafar hjá MSS sem munu gera þarfagreiningu á fræðsluþörf innan fyrirtækisins og útbúa fræðsluáætlun sem byggist á niðurstöðum greiningarinnar. Northern Light Inn er 32 herbergja hótel í næsta nágrenni við Bláa lónið. |