20. desember 2021

Námskeið Eybjargar í olíumálun

Námskeið Eybjargar í olíumálun

Listakonan Eybjörg Daníelsdóttir hélt þrjú olíumálunarnámskeið á árinu í samstarfi við MSS. Það var gríðarlega góð þátttaka og mikil ánægja meðal nemenda sem óskuðu eftir fleiri námskeiðum á næsta ári.

Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir byrjendur sem þekkja til myndverka Eybjargar Daníelsdóttur og fylgja henni á Facebook, Instagram eða hafa heimsótt hana í gallerýið hennar á Hafnargötu í Keflavík.

Þátttakendur kynntust þeim áhöldum og efnum sem nauðsynleg eru til að mála olíumálverk. Þeir lærðu að nota íblöndunarefnin á réttan hátt og fengu tækifæri til að mála sitt eigið olíumálverk undir þemanu „Landslagsmynd“.

Þátttakendur máluðu allir olíumálverk á námskeiðinu sem þeir tóku með sér heim.

Til baka í fréttir