10. desember 2014

NEGETIVE þátttakendur á ráðstefnu í Svíþjóð

NEGETIVE þátttakendur á ráðstefnu í Svíþjóð

MSS er þátttakandi í Grundtvig verkefninu NEGATIVE, „The influence of negative body image and psychological problems on completion rate in education for adolescents “ eða  áhrif neikvæðrar líkamsmyndar á brotthvarf eða hlutfall þeirra sem ljúka námi á fullorðinsárum. Markmið verkefnisins miða m.a. að því að tengja saman rannsakendur og þá sem starfa á vettvangi og efla vitund fagfólks um áhrif neikvæðrar líkamsímyndar á líðan og námsárangur.
Í tengslum við verkefnið erum við á ráðstefnunni ,,Appearance Matters“ í Kristianstad, Svíðþjóð síðustu daga. Hér hefur komið fram margt áhugavert sem vert er að skoða nánar þegar heim er komið og vekur mann vissulega til umhugsunar um áhrif fjölmiðla og samfélagsmiðla á líf okkar og þá einna helst útlit. Fjölmiðlar gefa skilaboð um hvernig við eigum að vera – gefur ákveðin NORM.
Rannsóknir hafa sýnt að 5 ára stúlkur eru farnar að tala um megrun þar sem skilaboðin eru að jákvæð persónueinkenni tengjast frekar þeim sem eru grannir og þá á móti að neikvæð karaktereinkenni tengist þeim sem eru miklum holdum.
Einn af þeim sem talaði á ráðstefnunni var Darryl Roberts, rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og leikstjóri sem hefur meðal annars gert myndina ,,America The Beautiful“  en myndin þykir lýsa vel þeim sjúka heimi samfélagsmiðla og markaðshyggju sem við búum við í dag. Við vinkonurnar náðum mynd af okkur með Darryl og notuðum tækifærið og buðum hann velkominn til Íslands.

Anna Lóa, Særún og Jónína.


 

Til baka í fréttir