29. október 2015
Nokkur sæti laus í námskeiði fyrir lesblinda
Lærðu á lesblinduna með Ron Davis aðferðinni hefst 12.nóvember. Örfá sæti laus.
Aðeins nokkur sæti laus á mjög árangursríku námskeiði. Námskeiðið hefur hjálpað mörgum að ná tökum á lífinu og námi.
Lærðu á lesblinduna - Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu í námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku og tölvur. Lærðu á lesblinduna er 95 kennslustundir þar af 40 einkatímar með Ron Davis lesblinduráðgjafa.
Skráning og frekari upplýsingar hér
Hér má sjá kynningarmyndband um námskeiðið