17. nóvember 2025
Núvitund og notaleg samvera í Reykjanesbæ

Nemendur í staðlotu í Fagnámi í umönnun fatlaðra nutu dásamlegs veðurs í síðustu viku, í göngu um Reykjanesbæ. Í göngunni æfðum við okkur í núvitund, ræddum saman og nutum þess að vera til – í augnablikinu. Þátttakendur koma víða að af landinu og það er alltaf hátíð í bæ þegar þau heimsækja okkur einu sinni í mánuði. Bestu þakkir til Hótels Keflavíkur, þar sem Magdalena mannauðsstjóri tók á móti okkur með heitum kaffisopa, góðu meðlæti og hlýlegum móttökum. Við fengum einnig áhugaverða kynningu á starfsemi hótelsins. Það var sannarlega ánægjulegt að rölta um bæinn, njóta samverunnar og styrkja hópeflið í leiðinni.