10. desember 2012
Opið fyrir skráningu Aftur í nám
Opið fyrir skráningu í Aftur í nám – Námskeið fyrir lesblinda, tölublinda, ADHD og ADD
Aftur í nám er ætlað einstaklingum sem eru lesblindir, tölublindir eða eiga við námsörðugleika að etja. Stuðst er við Ron Davis aðferðina í lesblinduleiðréttingu í námskeiðinu. Einnig verður farið í sjálfsstyrkingu, íslensku, tölvur og að lokum fá allir þátttakendur tíma hjá náms- og starfsráðgjafa. Námskeiðið er 95 kennslustundir í heildina. Námið hentar vel þeim sem hafa hætt í námi og eða þeim auk vilja við sitt nám. Áætlað er að námskeiði hefjist í febrúar/mars eða umleið og næg þátttaka næst.
Er maki þinn lesblindur? Áttu fullorðin lesblind börn? Eru fullorðin systkini þín lesblind? Eru fullorðnir vinir þínir lesblindir? Margir lesblindir einstaklingar hafa látið lesblinduna stöðva sig í að láta drauma sína rætast. Þeir þrá að læra meira, en koma sér ekki af stað, m.a. vegna minninga um erfiðleika í skóla. Þú getur skipt sköpum í lífi þeirra með því að benda þeim á námskeiðið Aftur í nám, sem haldið er á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum. Upplýsingar gefur Kristinn Jakobsson. Sími 412 5947 eða 421 7500 tölvupóstsfang kj@mss.is
Hér er hlekkur á myndband þar sem fjallað er um námskeiðið Aftur í nám á Youtube.