14. maí 2014
Opið fyrir umsóknir í námskeið haustannar
Starfsfólk MSS vill benda á að nú er opið fyrir umsóknir á námskeið haustannar og óhætt er að segja að dagskráin hefur sjaldan verið fjölbreyttari.
Skráning er hafin í Menntastoðir, staðnám og dreifinám einnig Grafískar-, Kvikmynda- og Hljóðsmiðjur. Þá er vert að minna á brúarnám bæði Félagsliðabrú og Leikskólaliða- og Stuðningsfulltrúabrú. Ekki má gleyma Fullorðinsfræðslu fatlaðra auk úrvals tómstunda og tölvunámskeiða þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Skoðið úrval námskeiða hér á glæsilegum nýjum vef MSS og verið velkomin að skrá ykkur á póstlistann.