13. maí 2024

Opinn netfyrirlestur um gervigreind

Opinn netfyrirlestur um gervigreind

Opinn netfyrirlestur í samstarfi NVL digital og Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum.

Miðvikudaginn 22. maí kl. 13:00.

Í erindinu verður farið yfir þróun gervigreindar, hvernig hún hefur verið hagnýtt og hvernig mistök hún hefur gert.
Fyrirlesari er Hafsteinn Einarsson lektor í tölvunarfræði við HÍ, sérfræðingur hjá Íslenskri Erfðagreiningu og formaður Félags Tölvunarfræðinga. Hann lauk doktorsprófi í tölvunarfræði frá ETH í Zürich í Sviss árið 2017 og hefur unnið að hagnýtingu og þróun gervigreindar og máltækni.

Skráning nauðsynleg - smellið hér fyrir skráningu

Til baka í fréttir