27. september 2016
Opnað hefur verið fyrir skráningar í Menntastoðir á vorönn 2017
Sú nýbreytni verður tekin upp að nú verður alltaf hægt að koma inn í fjarnámið, þ.e. alltaf þegar ný lota hefst. Þannig er nemendum gefinn meiri sveigjanleiki til að koma inn í námið á þeim tímapunkti sem hentar óháð annarskiptum. Námið er skipulagt þannig að námsgreinar eru kenndar í lotum og er einni lýkur tekur næsta námsgrein við.
Ef þú ert í vinnu en hyggur á frekara nám gæti þetta fyrirkomulag verið frábær lausn, endilega hafðu samband ef þú vilt fá frekari upplýsingar um námið. Einnig er öllum velkomið að koma í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og eru viðtölin viðkomandi að kostnaðarlausu.
Smelltu hér til að fara á upplýsingasíðu Menntastoða
Frekari upplýsingar um Menntastoðir gefur María Rós í síma 412 5962 eða í tölvupósti á maria@mss.is
Smelltu hér til að panta viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa