28. ágúst 2017

Opnun samsýningar Kaiju og listasmiðju fullorðinsfræðslu fatlaðra

Opnun samsýningar Kaiju og listasmiðju fullorðinsfræðslu fatlaðra

Ljósanótt nálgast og býður MSS öllum að koma á samsýningu finnsku listakonunnar Kaiju Huhtinen og listasmiðju fullorðinsfræðslu fatlaðra. 
Kaija sýnir verk sem hún hefur endurunnið úr gömlum fatnaði og eru verkin úr ýmsum efnum svo sem ull, gömlum gallabuxum og stuttermabolum. Hún notar bútasaumstækni við sína listsköpun. Kaija kemur frá vinabæ okkar Kerava í Finnlandi. Sýningin er tileinkuð 100 ára lýðveldisafmæli Finna.
Listasmiðja fullorðinsfræðslu fatlaðra hefur verið að vinna verk úr lituðum sápukúlum og þæfingu í tilefni af Ljósanótt. Leiðbeinandinn á námskeiðinu er Alda Sveinsdóttir.
Sýningin verður opin á opnunartíma Krossamóa 4 frá fimmtudeginum 31. ágúst til septemberloka. Sérstök opnun sýningarinnar verður fimmtudaginn 31. ágúst kl. 16:00 og eru allir velkomnir að skoða og þiggja léttar veitingar.

Til baka í fréttir