16. febrúar 2018
Raunfærnimat hjá MSS
Nú á vörönn 2018 býður MSS upp á raunfærnimat á Tölvuþjónustubraut í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, einnig er raunfærnimat í fisktækni og almennri starfshæfni.
Ef þú hefur áhuga á að fá nánari upplýsingar um raunfærnimatið hafðu þá samband við Steinunni Jónatansdóttur náms- og starfsráðgjafa í síma 421-7500 eða sendu henni tölvupóst, steinunn@mss.is