11. apríl 2017

Raunfærnimat í fisktækni – fáðu reynslu þína og þekkingu í starfi metna til formlegra eininga

Raunfærnimat í Fisktækni er mat á færni þinni og þekkingu í sjávarútvegstengdum greinum. Lagt er mat á reynslu þína í samtali og hún metin jafngildis áföngum í náminu.

Ertu:
·        23 ára og eldri
·        Með reynslu af fiskvinnslu, sjómennsku og/eða fiskeldi í 3 ár eða lengur

Þá er raunfærnimat fyrir þig

Eftir matið getur þú tekið ákvörðun um að:

·        Klára það sem vantar uppá til að ljúka fisktækninni
·        Nýta matið sem stökkpall í annað nám
·        Nýta matið til að skoða hvar þú ert staddur/stödd

Allar upplýsingar veitir Jónína, náms- og starfsráðgjafi MSS í síma 4125958 eða jm@mss.is. Hún veitir þér allar nánari upplýsingar um raunfærnimatið.

Þá veitir hún einnig upplýsingar um annað nám eða raunfærnimat í öðrum greinum. 

Til baka í fréttir