3. september 2012

Raunfærnimat í skrifstofugreinum

Raunfærnimat í skrifstofugreinum

Raunfærnimat í skrifstofugreinum

Nú er Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum að fara í gang raunfærnimat í skrifstofugreinum. Í raunfærnimati er  verið að meta þá reynslu og þekkingu sem starfsfólk hefur aflað sér í starfi. Miðað er við námskrá Menntaskólans í Kópavogi á skrifstofubraut I.
Skilyrðin eru að viðkomandi sé 23 ára eða eldri og hafi starfað við skrifstofustörf í a.m.k. 5 ár. Raunfærnimatið byggist á útfyllingu færnimöppu og sjálfsmatslistum og einnig á samtali við matsaðila frá MK þar sem lögð er áhersla á að viðkomandi geti komið þekkingu sinni á framfæri. Ekki er um að ræða formlegt, skriflegt próf.
Raunfærnimatið er hægt að nota til styttingar náms á Skrifstofubraut I við MK hafi þátttakendur hug á því. Matið verður skráð í Innu, rafrænt skráningarkerfi framhaldsskólanna, þegar/ef viðkomandi skráir sig í námið. Þetta mat er einnig hægt að nota til að sýna fram á færni í starfi eða í atvinnuumsókn.
Matið er þátttakendum að kostnaðarlausu, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fjármagnar raunfærnimatið.
Raunfærnimat skrifstofugreina er unnið í samvinnu MSS, Menntaskólans í Kópavogi, Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins , Fagráðs verslunar- og þjónustugreina og Verslunarmannafélags Suðurnesja.
Þeir sem hafa vilja fá frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við Jónínu Magnúsdóttur, náms- og starfsráðgjafa MSS í síma 412-5958/421-7500 eða jonina@mss.is

Til baka í fréttir