3. september 2012

Raunfærnimat í verslunarfagnámi

Raunfærnimat í verslunarfagnámi

Raunfærnimat í verslunarfagnámi

Mat og staðfesting á þekkingu og reynslu af störfum í verslun og þjónustu
 
Átt þú erindi í raunfærnimat?
·         Ertu orðin/n 23 ára?
·         Hefur þú unnið við verslun og þjónustu í 3 ár eða lengur?
·         Viltu bæta við menntun þína?
·         Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?
Þá er raunfærnimat fyrir þig!
Tilgangur raunfærnimats er að staðfesta þá þekkingu sem einstaklingur býr yfir á ákveðnu sviði. Miðað er við námskrá Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins, Verslunarfagnám sem er starfstengt nám á framhaldsskólastigi, 51 eining.
Þessa staðfestingu er hægt að nota til
·         að stytta nám
·         að sýna fram á reynslu og færni í starfi eða í atvinnuumsókn
·         að leggja mat á hvernig einstaklingur getur styrkt sig í námi eða starfi
 
Raunfærnimatið er ókeypis fyrir þátttakendur.
Að mati loknu fá þátttakendur staðfestingu á matinu og þeir sem vilja, geta tekið þá áfanga sem upp á vantar til að ljúka námsleiðinni.
 
Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
jonina@mss.is
sími 421-7500/412-5958 – upplýsingar á íslensku
 
Eva Agata Axeldóttir, ráðgjafi fyrir pólverja
eva@mss.is
sími 421-7500/412-5953 – upplýsingar á pólsku

Til baka í fréttir