18. febrúar 2015

Samningagerð - Nýtt í boði hjá MSS

Samningagerð - Nýtt í boði hjá MSS

Samningagerð - vinnustofa
Við stöndum öll daglega í samningaviðræðum.  Í einkalífinu semjum við vini, fjölskyldu, leigjanda, bílasala og atvinnuveitendur svo fátt eitt sé nefnt. Samningaviðræður eru
lykillinn að velgengni allra fyrirtækja. Ekkert fyrirtæki lifir án hagkvæmra samninga. Vel heppnaðar samningaviðræður geta leitt til starfsframa innan fyrirtækis. Námskeiðið Samningagerð gefur þér hagnýtar aðferðir og færni sem  skila sér í bættum samningaviðræðum í lífi, starfi og viðskiptum.

Í námskeiðinu Samningagerð verður farið yfir aðferðir til þess að bæta samningafærni þátttakenda. Litið verður sérstaklega til þess hvernig haga skuli undirbúningi fyrir samningaviðræður og hvernig mæta skuli ólíkum samningamönnum. Farið verður yfir leiðir til þess að beita skapandi nálgun við úrlausn mála. Í námskeiðinu verður mikið byggt á raunhæfum verkefnum og virkri þátttöku.

Markmið
eru að þátttakendur

  • Styrki grunninn til að byggja samningaviðræður á, til að bæta árangur þeirra
  • Þrói greiningartæki og ramma til að auka skilning og bæta samningaviðræður
  • Kynnist verkfærum sem bæta úr veikleikum þínum og undirbúa þig fyrir samningagerðina


Námsmat
Mæting og þátttaka

Kennslufyrirkomulag
Fyrirlestur og virk þátttaka. Námskeiðið fer fram þann 21. apríl frá kl. 09:00 til 12:00 og 13:00 til 16:00. Samtals 9 kennslustundir (6 klst.).  Kennt er í húsnæði MSS að Krossmóa 4, 3. hæð í Reykjanesbæ.

Leiðbeinandi
Elmar Hallgríms Hallgrímsson, hann er lögfræðingur með meistarapróf í viðskiptafræði. Samhliða starfi hjá Lögskiptum starfar hann sem lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Verð
Námsgjald er 17.600 krónur. Hægt er að sækja um styrk vegna námsgjalds til fræðslusjóða stéttarfélaga

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Kristinn í síma 412 5947 eða kj@mss.is

Til baka í fréttir