3. desember 2015
Skólamatur - Fanný Axelsdóttir
Starfsfólk MSS hefur veitt faglega ráðgjöf við val á námskeiðum og undirbúið fræðsluvikuna í nánu samstarfi við stjórnendur Skólamatar. Samstarfið hefur alltaf verið framúrskarandi, faglegt, jákvætt og uppbyggjandi.
„Við hjá Skólamat ehf. byrjum skólaárið ávallt með fræðsluviku en þá mætir allt starfsfólk á röð námskeiða sem tengjast vinnunni beint eða óbeint. Fræðsluvikan hefur verið haldin í 7 ár og hefur verið þróuð í nánu samstarfi og samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum (MSS) frá upphafi. Árangur af þessu starfi hefur verið mikill, sérstaklega hvað varðar fagleg vinnubrögð og starfsánægju. Starfsfólk MSS hefur veitt faglega ráðgjöf við val á námskeiðum og undirbúið fræðsluvikuna í nánu samstarfi við stjórnendur Skólamatar. Samstarfið hefur alltaf verið framúrskarandi, faglegt, jákvætt og uppbyggjandi.“