16. janúar 2015
Skráning í Grunnmenntaskólann í fullum gangi
Skráning í Grunnmenntaskóla MSS er nú í fullum gangi og mun kennsla hefjast 2 febrúar n.k.
Grunnmenntaskólinn er mikilvægur undirbúningur fyrir þá sem hefja vilja nám að nýju. Námið kennir námsmönnum að læra, hvernig best er að takast á við sjálfan sig í námi og stuðlar að auknu sjálfstrausti til frekara náms. Grunnmenntaskólinn hefur oft verið fyrsta skref í námi á fullorðinsárum en hann hentar mjög vel fólki sem þarf mikinn undirbúning áður en það hefur frekara nám og þetta er því stórt tækifæri fyrir marga.
Nánari lýsingu á Grunnmenntaskólanum má sjá hér.
Smelltu á myndina hér að neðan til að sjá stutt myndband í um Grunnmenntaskóla MSS.