13. ágúst 2013

Spennandi erlent þróunarverkefni hjá MSS

Spennandi erlent þróunarverkefni hjá MSS

Spennandi erlent þróunarverkefni hjá MSS
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur í tæp 2 ár tekið þátt í erlendu þróunarverkefni sem snýr að því að búa til gagnvirk verkefni til að nota á námskeiðum með atvinnuleitendum. MSS er í samstarfi með sex öðrum þjóðum en þau lönd eru Frakkland, Búlgaría, Portúgal, Litháen, Ungverjaland og England. Alþjóðasamfélagið upplifir nú eina dýpstu efnahagskreppu undanfarinna 50 ára, sem hefur skilið milljónir fólks eftir án atvinnu. Sá hópur sem hefur orðið hvað verst fyrir barðinu á atvinnuleysinu er ungt og miðaldra fólk og innflytjendur sem eiga í erfiðleikum með að finna atvinnu aftur vegna skorts á menntun, reynslu, tungumálakunnáttu og sjálfstrausti og fleira. Þá hefur skortur á hvatningu, of lítil eða of einhæf atvinnureynsla, reynsluleysi í atvinnuleit, s.s. atvinnuumsóknum og atvinnuviðtölum hefur gert það að verkum að hópurinn hefur einangrast að einhverju leyti. Verkefnið gengur út á að virkja þennan hóp á heildrænan hátt með fjölbreyttum verkfærum.
Verkefnið er unnið innan ramma Menntaáætlunar Evrópusambandsins og er
fjármagnað af Evrópusambandinu.
Markhópur verkefnisins er :
·Atvinnuleitendur yngri en 25 ára
·Atvinnuleitendur eldri en 45 ára
·Innflytjendur og börn þeirra
·Einstaklingar sem þarfnast félagslegra úrræða
·Ráðgjafar
Útkoma verkefnisins verður INSIGHT
verkfærataskan sem inniheldur meðal annars:
·Handbók fyrir atvinnuleitendur
·Leiðbeiningar fyrir starfsfólk VMST og ráðgjafa
·Gagnvirk vefslóð
·Gagnvirk verkefni
·Gagnvirk verkfæri fyrir sjálfsmat þátttakanda
·Spjallborð á vefnum
·DVD með rafrænni handbók og leiðbeiningum
·Kynningarefni
Verkefnastjórar verkefnisins eru Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi og Guðjónína Sæmundsdóttir forstöðumaður og þeir sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar um verkefnið er bent á að vera í sambandi við þær.
Sjá má nánar bækling um verkefnið hér.
Sjá má heimasíðu INSIGHT hér.

Til baka í fréttir