9. júlí 2015

Þriðji fundur ELVETE verkefnisins í Litháen

Þriðji fundur ELVETE verkefnisins í Litháen

Rannsóknir úr ELVETE - Employer-Led Vocational Educational and Training in Europe samstarfinu nú aðgengilegar
Innan ELVETE samstarfsins sem er fjármagnað af Evrópusambandinu, hafa samstarfsaðilarnir 12 unnið að skráningu raundæma sem sýna fram á frammúrsakandi vinnubrögð í samstarfi atvinnulífs og menntastofnana. Einnig var horft til þess hvort fyrirtæki sýndu skuldbindingu varðandi menntun í sínum geira. Samstarfsaðilarnir hafa nú skilað af sér yfir 40 raundæmum/reynslusögum sem eru nú aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins: www.elvete.eu
Samstarfsaðilum var skipt í tvo hópa, annar hópurinn byggði raundæmin upp út frá sjónarhorni atvinnuveitenda en hinn frá sjónarhorni menntastofnana. Áhersla var lögð á hvernig samstarfi við fyrirtæki í atvinnulífinu er háttað einkum ef það samstarf hefur skilað sér í breytingum eða aðlögun á námsskrám að þörfum atvinnulífsins.
Auk einstakra rannsókna má finna á vefsíðu verkefnisins www.elvete.eu samantektir á raundæmunum og skýrslu er sýnir vænt áhrif af útkomunni byggt á rannsóknunum.

Næstu skref?
Í kjölfar rannsókna á vel heppnuðum aðferðum verða upplýsingarnar sem safnað hafði verið notaðar til að teikna upp módel af vinnumarkaðsmiðaðri námsskrá fyrir iðn-/ verknám en hún mun einnig innihalda notkunarleiðbeiningar og tillögur til aðila sem koma að hönnun námsskráa um hvernig þeir geta byggt nýjar námsskrár upp.  Við gerð tilraunanámsskrárinnar mun áhersla vera lögð á notkun tölvu- og upplýsingatækni auk annarra tæknimála og verður hún tilraunakeyrð hjá tveimur af samstarfsaðilunum HTL Mödling (Austurríki) og Walsall College (Bretland) á öðru ári verkefnisins. Lokaútgáfan og notkunarleiðbeiningar með henni munu verða birtar eftir það.

Þriðji fundur samstarfsaðila
Þriðji fundur samstarfsaðila í ELVETE verkefninu var haldinn í Vilníus í Litháen dagana 9 og 10. Júní 2015 og var fundurinn skipulagður af litháenska samstarfsaðilanum „Globalios idejos“. Áhersla var lögð à það á fundinum að fara yfir raundæmin sem safnað hafði verið og skýrslur um þau auk þess sem næstu skref verkefnisins voru skipulögð en það er þróun tilraunanámsskrár og prófanir á henni. Einnig voru rædd atriði varðandi stjórnun verkefnisins, gæðamarkmið og kynningarmál.

ELVETE - Employer-Led Vocational Education and Training in Europe 
ELVETE er samstarfsverkefni 12 evrópskra aðila, Háskólinn í Wolverhampton stýrir starfinu. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsnám og –þjálfun með því að leggja ríkari áherslu á að þjálfuð sé sú hæfni sem atvinnuveitendur þarfnast frá ungum nemum sem útskrifast úr starfsnámi. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins: www.elvete.eu

ELVETE samstarfsverkefnið er fjármagnað með styrk frá Evrópusambandinu sem fellur undir Lifelong Learning Programme (undirverkefni í Leonardo da Vinci). Þessi útgáfa endurspeglar eingöngu skoðanir höfunda en Evrópusambandið ber ekki ábyrgð á þeim upplýsingum eða innihaldi þess efnis sem birtist hér.

           

Til baka í fréttir