6. júní 2014

Þrír starfsmenn MSS í bæjarstjórnum

Þrír starfsmenn MSS í bæjarstjórnum

Síðustu helgi varð ljóst að þrír starfsmenn hjá MSS myndu taka sæti í bæjarstjórnum fyrir hönd sinna flokka. Tvö þeirra munu starfa í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þau Kristinn Þór Jakobsson sem heldur sæti sínu fyrir hönd Framsóknarflokksins og Anna Lóa Ólafsdóttir sem verður fulltrúi Beinnar leiðar. Jónína Magnúsdóttir verður svo fulltrúi sjálfstæðra og óháðra í bæjarstjórninni í Garði.

Svo skemmtilega vildi til á starfsmannafundi í vikunni að nýkjörnir bæjarfulltrúar röðuðu sér allir upp sömu megin við borðið en „óbreyttir“ máttu gera sér það að góðu að sitja hinum megin -takk fyrir yes

Til baka í fréttir