15. desember 2010
Útskrift hjá MSS

Þessa dagana hafa margir hópar útskrifast frá okkur í MSS, eins og Skrifstofuskólinn, Grunnmenntaskólinn, Sterkari starfsmaður og Landmennaskólinn. Gaman að sjá svona marga standa sig vel og hve mikill kraftur er í fólkinu. MSS óskar þeim öllum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. Meðfylgjandi mynd er af útskriftarnemendum úr Skrifstofuskólanum.
