21. janúar 2013
Útskrift hjá stað- og fjarnemum Menntastoða
Þann 16. janúar síðastliðinn útskrifaðist föngulegur hópur nemenda úr stað- og fjarnámi Menntastoða en alls luku 19 nemendur fullu námi, 11 luku staðnámi og 8 luku fjarnámi. Frá árinu 2009 hafa Menntastoðir gegnt því hlutverki að auðvelda fullorðnum námsmönnum að hefja aftur nám með það að markmiði að undirbúa viðkomandi undir næstu skref, oftast frumgreinadeildir eða háskólabrú. Undanfarið ár hefur svo tekist að opna fleiri leiðir fyrir nemendur að Menntastoðum loknum en námið er nú metið til 30 eininga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þetta hefur í för með sér að nemendur geta tekið bóklega hluta iðnnáms í Menntastoðum og hafið svo nám í iðngrein í viðkomandi skóla. Því er ljóst að útskriftarnemenda bíða spennandi möguleikar og tækifæri til frekara náms
