10. desember 2012

Útskrift í Grunnmenntaskóla MSS

Útskrift í Grunnmenntaskóla MSS

Grunnmenntaskóla MSS lauk nú 29.nóvember sl.  alls voru 13 sem útskrifuðust í skólanum með góðum árangri.  Aðalmarkmið Grunnmenntaskóla MSS er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til áframhaldandi náms og auðvelda þeim að takast á við ný verkefni. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleik. Námið byggir á frammistöðu og ábyrgð einstaklings en einnig samvinnu og samábyrgð allra sem koma að náminu.

Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir þau sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Helstu námsþættir eru íslenska, stærðfræði, enska, námstækni og sjálfstyrking.  Áætlað er að Grunnmenntskólinn fari aftur af stað í lok janúar eða um leið og lágmarksþátttaka næst.

Á myndinni má sjá nemendur ásamt Særúnu Ástþórsdóttur kennara og Kristni Jakobssyni verkefnastjóra Grunnmenntaskólans.

 

Til baka í fréttir