18. október 2021

Útskrift í Tæknilæsi og tölvufærni

Útskrift í Tæknilæsi og tölvufærni

Föstudaginn 8. október 2021 útskrifuðust 18 nemendur úr Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans. Kennt var í tveimur hópum, einum íslenskumælandi og öðrum enskumælandi.

Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.

Þátttakendur lærðu um  

  • Fjarvinnu og fjarnám
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Skýjalausnir
  • Stýrikerfi og stillingar stýrikerfa
  • Tæknifærni og tæknilæsi
  • Öryggisvitund og netöryggi

Traustir leiðbeinendur með mikla þekkingu á upplýsingatækni buðu þátttakendum upp á lifandi og skemmtilega námsleið, þar sem mikið var rætt og skrafað um upplýsingatæknimál framtíðarinnar. Nokkrir nemendur minntust á eftir að námsleiðinni lauk að nú vissu þau nákvæmlega hvað þau þurftu að gera til að kaupa sér síma og tölvur sem henta þeirra þörfum.

Til baka í fréttir