7. mars 2022

Útskrift í Tæknilæsi og tölvufærni 4. mars 2021

Útskrift í Tæknilæsi og tölvufærni 4. mars 2021

Föstudaginn 4. mars 2022 útskrifuðust 17 nemendur úr Tæknilæsi og tölvufærni: vinnuumhverfi samtímans. Það voru tveir hópar sem luku námi, annar á ensku og hinn á íslensku.

Markmið með náminu er að auka tæknilæsi og tölvufærni námsmanna með það að leiðarljósi að efla hæfni einstaklinga í starfi. Áhersla er að gera nemendur færari í að takast á við tækniframfarir og breytingar sem orðið hafa í atvinnulífinu með tilkomu nýrra tækni og tækja.

Þátttakendur lærðu um:

  • Fjarvinnu og fjarnám
  • Sjálfvirkni og gervigreind
  • Skýjalausnir
  • Stýrikerfi og stillingar stýrikerfa
  • Tæknifærni og tæknilæsi
  • Öryggisvitund og netöryggi

Traustir leiðbeinendur með mikla þekkingu á upplýsingatækni buðu þátttakendum upp á lifandi og skemmtilega námsleið, þar sem mikið var rætt og skrafað um upplýsingatæknimál framtíðarinnar. 

Til baka í fréttir