14. janúar 2016

Útskrift Menntastoða - janúar 2016

Útskrift Menntastoða - janúar 2016

Föstudaginn 8. janúar sl. útskrifaðist glæsilegur hópur nema úr Menntastoðum, bæði úr fjarnámi og staðnámi.

Alls hafa tæplega 400 einstaklingar útskrifast úr Menntastoðum frá árinu 2009 og stækkar samfélagið okkar með hverri önn. Það er alltaf jafn gleðilegt að fagna með nemendum á þessum tímamótum. Flest þeirra hafa ákveðið að halda áfram námi og stór hópur hóf nám í frumgreinadeild Keilis nú í janúar. Við óskum þessum flottu nemendum innilega til hamingju með frábæran árangur, gangi ykkur vel með næstu skref!

Birna Ósk Valtýsdóttir flutti ræðu fyrir hönd útskriftarnema 

Til baka í fréttir