13. janúar 2015
Útskrift Menntastoða haust 2014
Tólfta útskrift Menntastoða hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fór fram þann 8. janúar en í þetta skiptið útskrifuðust 18 nemendur úr stað- og fjarnámi. Nú hafa rúmlega 300 nemendur lokið námi í Menntastoðum en námsleiðin er undirbúningur fyrir frekara nám t.d. í frumgreinadeildum og hafa margir haldið áfram í meira nám.
Það er alltaf gleðileg stund að fá að taka þátt í þessum áfanga en jafnframt er tilfinningin blendin því við munum sakna þess að hafa nemendur hjá okkur. Þeir vita reyndar að dyrnar standa alltaf opnar og við veitum áfram stuðning, pepp og námsráðgjöf þó þau séu farin annað, í meira nám eða önnur verkefni. Við óskum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og velfarnaðar um alla framtíð.