10. júní 2014
Útskrift Menntastoða vor 2014
Þessi glæsilegi hópur útskrifaðist úr Menntastoðum föstudaginn 6. júní sl. Þar með er 12. útskrift úr Menntastoðum lokið og hafa alls 300 nemendur farið í gegnum námsleiðina hjá MSS frá árinu 2009. Það er alltaf ánægjulegt að útskrifa nemendur og fylgjast með þeim halda áfram í námi. MSS óskar öllum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann, megi gæfa og gleði fylgja þeim út í sumarið.