12. júní 2013
Útskrift Menntastoða vorönn 2013
Glæsilegur hópur útskrifaðist úr Menntastoðum, stað- og dreifinámi síðastliðinn föstudag. Alls luku námi 22 einstaklingar, 19 nemendur úr fullu námi og 3 nemendur útskrifast með hlutaútskrift. Alls hafa 251 einstaklingar útskrifast úr Menntastoðum frá árinu 2009.
Stór hluti hópsins mun halda áfram í námi í haust og þeim bíða eflaust spennandi tækifæri. Til gamans má nefna að meðal útskriftarnemenda eru mæðgur sem hafa báðar lokið staðnámi Menntastoða og útskrifuðust saman á föstudaginn 7. Júní. MSS óskar hópnum innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í framtíðinni.