24. maí 2016
Útskrift úr Hakkit smiðjunni
Fyrsti hópurinn frá MSS útskrifaðist úr smiðjunni Hakkit mánudaginn 23. maí en síðustu mánuði hafa níu nemendur unnið þróun hugmynda sinna og þróað sínar eigin vörur. Unnið var með margar skemmtilegar hugmyndir m.a. ljós úr plexigleri, púsl með hljóðum, nýstárlega klukku, hreinsibúnað fyrir rör, spil, gerð minjagripa o.fl.
MSS óskar nemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar með framhaldið en ljóst er að þróunarvinna tekur langan tíma og spennandi verður að fylgjast með þeim.
Að neðan má sjá myndir frá útskriftinni og kynningu á afrakstrinum úr námskeiðinu.