2. maí 2012
Útskrift úr Hljóðsmiðju MSS
MSS hefur undanfarnar annir haldið námskeiðið Hljóðsmiðja sem er samstarfsverkefni MSS, Vinnumálastofnunar, Fræðslumiðstövar atvinnulífsins og upptökuversins Geimsteins.
Námskeiðið gengur út á að kynna fyrir þátttakendum hvað felst í starfi hljóðmanns.
Þessa önnina var nýjum samstarfsaðila bætt í flóruna og er Studíó Sýrland komið inn í samstarfið. Starfsemi Studíó Sýrlands passar vel inn í Hljóðsmiðjuna því reynsla þeirra af talsetningum og upptökum á lifandi tónlistarflutningi gefur þátttakendum dýpri sýn á starf hljóðmannsins og breiddin í námskieiðinu veðrur meiri.
Ný Hljóðsmiðja fór af stað í byrjun mars . Á námskeiðinu var farið í gegnum grundvallaratriði hljóðvinnslu og veitt innsýn inn í heim hljóðmannsins, hvort sem er starfsmanns í upptökuveri eða sem hljóðmanns í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi eða við lifandi tónlistarflutning. Sá hluti fór fram hjá Studíó Sýrlandi
Seinni hluti námskeiðsins fór fram í húsnæði Geimsteins. Þar lærðu þátttakendur að taka upp talmál og tónlist, klippa upptöku og búa til flutnings í viðeigandi hljómflutningsbúnaði.
Mánudaginn 16.apríl. útskrifaðist síðan hópurinn og var hann ánægður með afraksturinn, tekin voru upp 16 lög, þau hljóðblönduð og unnin til flutnings.
Á myndinni má sjá þátttakendur ásamt leiðbeinendunum Björgvini Ívari Baldurssyni frá Geimsteini og Kristni Sturlusyni frá Sýrlandi.