29. maí 2016
Útskrift úr Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og úr Félagsliðabrú
Þann 27. maí 2016 útskrifaði MSS nemendur úr Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og úr Félagsliðabrú. Það voru 7 konur sem útskrifuðust frá Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og 8 einstaklingar sem útskrifuðust úr Félagsliðabrú.
Nemendurnir hafa stundað námið í tvö ár með miklum dugnaði.
MSS óskar þessum frábæru einstaklingum til hamingju og óskar þeim velfarnaðar í starfi eða hugsanlega frekara námi í framtíðinni.