25. maí 2012

Útskrift úr raunfærnimati í skrifstofugreinum

Útskrift úr raunfærnimati í skrifstofugreinum

Þriðjudaginn 22. maí s.l. útskrifuðust sex nemendur úr raunfærnimati í skrifstofugreinum frá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Menntaskólanum í Kópavogi. Þetta er í annað sinn sem raunfærnimat í skrifstofugreinum fer fram hjá MSS og er óhætt að segja að þátttakendur af Suðurnesjum hafi staðið sig með prýði í þessu mati og átt fullt erindi í það.

Í raunfærnimati er verið að meta reynslu og þekkingu fólks úr starfi inn í skólakerfið til eininga en í raunfærnimati í skrifstofustörfum er þekkingin metin til móts við Skrifstofubraut I í MK. Að meðaltali fengu þátttakendur 16 einingar metnar af 32 einingum. Hægt er að nota raunfærnimatið til að stytta nám á þessu sviði eða til að sýna fram á þekkingu sína í atvinnuleit.
MSS óskar þátttakendum innilega til hamingju með frábæran árangur. Aftur verður boðið upp á raunfærnimat í skrifstofugreinum næst komandi haust ásamt raunfærnimati í verslunarstörfum.
Á myndinni eru nokkrir þeirra sem útskrifuðust úr raunfærnimatinu ásamt þátttakendum frá Mími-símenntun í Reykjavík.

Til baka í fréttir