17. janúar 2012
Útskrift úr Skrifstofuskóla I
Þann 12 janúar sl. lauk 10 vikna tímabili i hjá frábærum hóp þeirra sem útskrifuðust úr Skrifstofuskóla MSS haustið 2011. Tilgangur Skrifstofuskólans er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Kennd var eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins: námstækni, verslunarenska, verslunarreikningur og bókhald, þjónusta, tölvu og upplýsingatækni og færnimappa. Til hamingju með áfangann með kveðju frá starfsfólki MSS.