26. apríl 2017

Vakinn - vel heppnaður kynningarfundur

Miðvikudaginn 19. apríl, í viku símenntunar bauð MSS aðilum í ferðaþjónustu til hádegiskynningar á Vakanum, gæðakerfi í ferðaþjónustu. Það var Áslaug Breim, verkefnastjóri gæðamála hjá Vakanum sem kom og átti gott og upplýsandi spjall við aðila í ferðaþjónustu sem eru áhugasamir um að taka upp gæðakerfið.

Einnig kynnti MSS þjónustu sína við atvinnulífið og námsframboð fyrir aðila sem starfa í ferðaþjónstu. Þar má nefna fræðslustjóra að láni, Færni í ferðaþjónustu og Fjarkann sem samanstendur af fjórum mjög stuttum námskeiðum sem eru sérsniðin fyrir ferðaþjónustuna, Nánari upplýsingar má fá hjá Birnu Jakobsdóttur í síma 412-5971 eða á birna@mss.is.

Góður og vel heppnaður fundur og þökkum við fundargestum fyrir komuna.  

Til baka í fréttir