9. mars 2020

Vegna COVID-19 veiru

Vegna COVID-19 veiru

Í ljósi þess að nú hefur neyðarstig almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis.

Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Fyrst og fremst er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir í nemendarými, skrifstofurými og við innganga. Allir eru hvattir til að nýta sér þá.

Starfsfólk og nemendur eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau að fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Það er ekki ólíklegt að þeim fjölgi enn sem þurfa að fara í sóttkví og því líklegt að það geti haft áhrif á skólastarfið. Þurfi kennarar að fara í sóttkví gæti orðið breyting á kennsluháttum en við munum leggja okkur fram um að halda uppi skólastarfi eins og kostur er og halda öllum upplýstum.

Ef nemandi eða kennari greinist með COVID-19 veiruna og/eða þarf að fara í sóttkví biðjum við um að haft verði samband tafarlaust við Hrönn Auði Gestsdóttur með tölvupósti á hronn@mss.is.

COVID-19 - Information 

As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirusThe Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is

First and foremost we emphasize on washing hands often with soap and water. We have put hand sanitizers in various places for staff and students to use.

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

It is likely that more and more people have to go into quarantine which can influence our schedule. If a teacher needs to go into quarantine we might need you adapt teaching methods or schedule. We will try our best to keep our staff and students informed along the way. 

If a student or a teacher is diagonezed with COVID-19 and/or needs to go into quarantine we kindly ask to promptly inform Hrönn Auður Gestsdóttir by e-mail hrönn@mss.is

 

Til baka í fréttir