7. mars 2022

Vinnufundur Echoo Play í Macon, Frakklandi.

Vinnufundur Echoo Play í Macon, Frakklandi.

Þrír starfsmenn MSS fóru á vinnufund ásamt samstarfsfélögum í Echoo Play verkefninu sem MSS stýrir fyrir Erasmus+.

Við mættum til Macon í Frakklandi eftir langt ferðalag í flugvél, leigubíl og lest. Leikjafyrirtækið Kelje Productions sá um að taka vel á móti okkur og skipuleggja bæði vinnufundi og menningarlega viðburði.


Verkefnið snýst meðal annars um að búa til borðspil sem þjálfar ráðningarhæfni hjá nemendum og atvinnuleitendum. Hópurinn var vel samstilltur þó að við komum víða að og með ólíkan bakgrunn. Þátttakendur koma frá Íslandi, Finnlandi, Ítalíu og Frakklandi.

Til baka í fréttir