Íslenska og atvinnulífið

Íslenskunámskeið 

MSS býður upp á íslenskunámskeið fyrir byrjendur sem og lengra komna, því er um einstaklingsmiðað nám að ræða. Markmiðið er að bjóða upp á íslenskunámskeið út frá getu hvers og eins. 

Á íslenskunámskeiðunum verður áhersla lögð á skilning, talað mál, ritun, hlustun, lestur og málfræði.

 

MSS sendir upplýsingar um námskeið í tölvupósti á nemendur, nokkrum dögum áður en námskeið hefst.

Námskeið fer af stað þegar lágmarksþátttaka næst. MSS áskilur sér þann rétt að færa til og breyta dagsetningum og tímasetningum ef þörf er á.

Nauðsynlegt er að vera með að lágmarki 80% mætingu til að fá útskriftarskírteini í lok námskeiðs.

 

Ef námskeið er greitt af fyrirtæki/stofnun eða viðkomandi á rétt á styrk vegna námskeiðisgjalda þarf að láta MSS vita við skráningu.

 

Ef þú finnur ekki námskeiðið sem hentar þér, endilega hafðu þá samband við okkur. 

Kristín, Sveindís og Diana

icelandic@mss.is / 421 7500 



Hæfniviðmið í íslensku útfrá evrópska tungumálarammanum

Fyrir hverja

Námskeiðið er hugsað fyrir byrjendur í íslenskunámi með áherslu á orðaforða tengdan íslensku atvinnulífi. Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að vinna eftir verkferlum og fylgja reglum, starfsreglum og siðareglum vinnustaðar. Á námskeiðinu verður einnig lögð áhersla á sjálfseflingu og samskipti í daglegu lífi og starfi og hagnýtar upplýsingar tengdar atvinnulífi.

Markmið eru að námsmaður:

  • öðlist grunnfærni í íslensku
  • læri að lesa launaseðil
  • kynnist starfsemi stéttarfélaga
  • þekki réttindi og skyldur á vinnumarkaði
  • fái kynningu á almannatryggingum og lífeyrissjóðum
  • öðlist færni í jákvæðum og árangursríkum samskiptum

 

Námskeið í boði á eftirfarandi tungumálum - vinsamlegast skráið þátttakendur í viðeigandi hópa

 

Námsmat
80% mætingarskylda og virk þátttaka.

Kennt er samkvæmt námsleið Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

 

Fyrirkomulag:
Kennt er í staðnámi og/eða fjarnámi.

Staðnámið er kennt á virkum dögum frá klukkan 09:00 – 12:00 eða 12:30 til 15:30 í húsnæði MSS. 

Fjarnámið er kennt á kvöldin og/eða um helgar.

Verð:

25.000 kr.

Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga og/eða Vinnumálastofnun Suðurnesja

 

Verð og upplýsingar á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

 

Tími:
Í boði frá september til desember 2024

 

Nánari upplýsingar:

Diana, Kristín og Hófý í síma 421-7500 eða í tölvupósti courses@mss.is

 

 

Verð: 25.000
Tímabil: 3. september - 20. desember

Sækja um
Íslenska og atvinnulífið