Breytingar og tækifæri á árunum eftir fimmtugt

Breytingar og tækifæri á árunum eftir fimmtugt


Námskeiðið er hugsað fyrir konur sem tekist hafa á við áskoranir lífsins og vilja auka vellíðan sína.

Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hin ólíku hlutverk sem konur gegna á lífsleiðinni.

Við veltum fyrir okkur ólíkum hlutverkum í lífinu og ræðum þær kröfur sem gerðar eru til kvenna.

Kenndar verða leiðir til sjálfsumhyggju og hvernig má nýta þau tækifæri sem þetta aldursskeið hefur upp á að bjóða.


Innifalið í verði er einkaráðgjöf hjá leiðbeinendum námskeiðsins.

Að námskeiðinu standa öflugar konur sem báðar hafa mikla reynslu og sérþekkingu þegar kemur að hvatningu og ráðgjöf við konur.

Leiðbeinendur eru þær Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari og Katrín G. Alfreðsdóttir félagsráðgjafi.


Námskeiðið er 7 skipti auk einkaráðgjafar.

Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16:00 - 18:00.


Einungis eru 8 pláss á námskeiðinu.


Nánari upplýsingar veitir Nanna Bára í síma 421 7500 / nanna@mss.is

Verð: 66.000
Tímabil: 23. febrúar - 16. mars

Sækja um
Breytingar og tækifæri á árunum eftir fimmtugt