Framúrskarandi konur 60 plús
Námskeiðið Framúrskarandi konur 60 plús er hugsað fyrir konur sem tekist hafa á við áskoranir lífsins og vilja auka vellíðan sína.
Á námskeiðinu er meðal annars farið yfir hin ólíku hlutverk sem konur gegna á lífsleiðinni; hvernig við vinnum úr afleiðingum eldri áskorana; og hvernig við getum unnið með ýmis konar eftirsjá á uppbyggjandi hátt.
Við skoðum hvernig það sem við lærðum í æsku hefur haft áhrif á samskipti okkar og hegðun á fullorðinsárum.
Við veltum fyrir okkur ólíkum hlutverkum í lífinu, ekki síst móðurhlutverkinu og ræðum þær kröfur sem gerðar eru til mæðra og kvenna almennt.
Einnig eru kenndar leiðir til sjálfsumhyggju á efri árum.
Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir kennari og Katrín G. Alfreðsdóttir félagsráðgjafi
Kennsla fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 16-18 og byrjar 15. september og er til 6. október.
Verð: 66.000
Tímabil: 15. september - 6. október
