Vímuefnanotkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði

Námskeið fyrir starfsfólk sem vinnur með einstaklingum sem nota vímuefni og glíma við vímuefnavanda. Hentar breiðum hópi starfsfólks í heilbrigðis- og félagsþjónustu, starfsfólki í framhaldskólum, ráðgjöfum og einnig almenningi sem áhuga hefur á málefninu.

 

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Ólík stig vímuefnanotkunar (vímuefnarófið).
  • Hvers vegna fólk notar vímuefni.
  • Undirliggjandi þætti sem hafa áhrif á þróun vímuefnavanda.
  • Skaðaminnkandi hugmyndafræði, markmið og árangur.
  • Gagnreynd skaðaminnkandi inngrip.
  • Skaðaminnkandi úrræði á Íslandi.
  • Hvernig skaðaminnkandi nálgun er beitt í starfi.


Námskeiðið verður haldið miðvikudaginn 16. nóvember í húsnæði MSS - Krossmói 4a, sal 5. hæð frá kl. 13:00 - 16:00.

Verð: 30.000

Sækja um
Vímuefnanotkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði