Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu

Námið er ætlað þeim sem vinna eða vilja vinna í félags og heilbrigðisþjónustu og hafa ekki lokið formlegu framhaldsskólanámi.

 

Markmið

Í náminu er meðal annars lögð áhersla á sjálfseflingu, lífsgæði og réttindi aldraðs fólks með því að veita þeim viðeigandi þjónustu. Námsmenn læra um ólíkar þarfir aldraðra og sjúkra, helstu sjúkdóma, verklýsingar um athafnir daglegs lífs (ADL), helstu lf og umgengni í kringum þau, mikilvægi góðrar umgengi og meðferð matvæla ásamt næringarþörf aldraðra.

 

Kennsluaðferðir:

Kennt verður í dreifnámi í gegnum Teams tvo seinni parta í viku og staðlotur einu sinni í mánuði.

 

Námsmat

Ekki eru lögð fyrir próf í náminu en verkefnavinna og virk þátttaka.

 

Lengd:
Alls 210 klst.

 

Mögulegt að meta námið til 10 eininga á framhaldsskólastigi.

 

Tími:

Hefst með staðlotu þann 15. október og lýkur 16. desember 2022

 

Kennt verður samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins

 

Nánari upplýsingar gefa Nanna Bára og Hólmfríður í síma 4217500 í tölvupósti nanna@mss.is /holmfridur@mss.is     

 

Minnum á styrki starfsmenntajóða stéttafélagana

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 68.000
Tímabil: 15. október - 16. desember

Sækja um
Fagnámskeið fyrir starfsmenn í heilbrigðis- og félagsþjónustu